Sero

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sero er sjávarlíftæknifyrirtæki og hefur starfað síðan 1999 við þróun ýmissa gerða bragðkjarna fyrir matvælaiðnað. Ensím eru notuð til að brjóta niður prótein við framleiðslu sjávarbragðefnanna. Nú er unnið að því að þróa frekari bragðefni og bragðhvata úr þangmjöli til manneldis og koma því á framfæri sem íslensku lífrænt vottuðu bragðefni og bragðhvata til matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur einnig í samvinnu við Háskólann á Akureyri þróað aðferðir til að vinna verðmætan próteinvökva úr grásleppu.[1]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.