Hvít líftækni
Hvít líftækni eða iðnaðarlíftækni er svið innan líftækninnar sem snýr að iðnaði. Í hvítri líftækni eru notaðar lifandi frumur eins og mygla, gersveppir eða bakteríur, eða ensím þeirra, til að framleiða hinar ýmsu afurðir. Frumurnar eru því notaðar sem lífrænar efnasmiðjur og geta ýmist verið náttúrlegar („villigerð“) eða erfðabreyttar. Meðal afurða sem framleiddar eru með aðferðum hvítrar líftækni má nefna ýmis sýklalyf, vítamín, bóluefni og prótein til lækninga, auk ensíma til iðnaðar- eða heimilisnota, svo sem í þvottaefni.
Efni framleidd úr endurnýjanlegum hráefnum eða lífmassa er annað dæmi um hvíta líftækni. Lífmassi eins og mjölvi, sellulósi, grænmetisolía og landbúnaðarúrgangur er notaður til að framleiða efnasambönd, plast sem brotnar niður í náttúrunni, nýja trefjar og lífrænt eldsneyti ásamt fleiru. Ensím eru notuð í öllum þessum tilfellum í framleiðsluferlinu.
Etanól, til dæmis, er endurnýjanlegt eldsneyti sem er framleitt úr lífmassa. Það hefur mikla möguleika á að koma í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti. Þetta mun hafa hlutlaus áhrif á gróðurhúsaáhrifin og getur lagt margt af mörkum við að draga úr hlýnun jarðar. Hvít líftækni getur hjálpað til við að tryggja að komandi kynslóðum sé ekki stefnt í hættu með þeim umhverfisvandamálum sem steðja að okkur í dag. [1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ The European Association for Bioindustries http://www.europabio.org/Industrial_biotech/IB_about.htm Geymt 15 apríl 2009 í Wayback Machine
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tenglasafn í líftækni
- Industrial Biotechnology Geymt 20 nóvember 2008 í Wayback Machine er ritrýnt tímarit á sviði hvítrar líftækni.