Grá líftækni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grá líftækni er líftækni sem fjallar um förgun úrgangs, svo sem skólps og sorps, með aðstoð lífvera. Tveggja þrepa skólphreinsun, þar sem stýrt bakteríuþýði brýtur niður ýmis næringarefni í skólpi, er dæmi um gráa líftækni. Ísland hefur staðið framarlega í framleiðslu metans úr sorpi.[1] Fyrirtæki sækjast í nýjar leiðir við förgun sorps og hafa einnig hafið moltugerð úr sorpi.[2] Þá eru hitakærar örverur notaðar við niðurbrot lífræns úrgangs við loftháðar aðstæður.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Molta stórhuga http://www.natturan.is/frettir/1154/ Geymt 19 ágúst 2010 í Wayback Machine
  2. Jarðgerðarstöð Moltu ehf. http://www.flokkun.is/news/enginn_titill0/
  3. AVaxtarsamningur Eyjafjarðar http://www.afe.is/vaxey/?cid=537[óvirkur tengill]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikipedia
Wikipedia
Líftæknigátt
Tenglasafn í líftækni