Þörungaverksmiðjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þörungaverksmiðjan er íslensk verksmiðja sem var stofnuð árið 1975 og er sú eina sinnar tegundar á landinu. Fyrirtækið er mikið mannvirki og er framleiðsla þess lífrænt vottuð. Verksmiðjan nýtir þörungagróður á grunnsævi Breiðafjarðar og jarðhitann til að þurrka þang- og þaramjöl. Þangið er skorið með fljótandi slátturvélum og flutt í netum til verksmiðjunnar.[1] Verksmiðjan er stærsti einstaki vinnuveitandinn í Reykhólahreppi og starfa þar um 20 manns.[2]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.