Escherichia coli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Escherichia coli

Vísindaleg flokkun
Veldi: Gerlar (Bacteria)
Fylking: Próteógerlar (Proteobacteria)
Flokkur: Gammaproteobacteria
Ættbálkur: Enterobacteriales
Ætt: Þarmagerlar (Enterobacteriaceae)
Ættkvísl: Escherichia
Tegund:
E. coli

Tvínefni
Escherichia coli
(Migula 1895)
Castellani and Chalmers 1919

Escherichia coli er Gram-neikvæð, staflaga, sýrumyndandi og oxidasa-neikvæð baktería (gerill). Hún tilheyrir ætt þarmabaktería (Enterobacteriaceae) og finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið sýkingum og telst hún til tækifærissýkla. Ættkvíslarheitið Escherichia er svo nefnt til heiðurs bæverska barnalækninum Theodor Escherich.

Flestar gerðir E. coli eru hættulausar, en aðrar geta valdið matareitrun (t.d. komið fyrir út af lífrænt ræktuðu grænmeti), og eru stundum ástæða fyrir innköllun á mat. Hættulausu gerðirnar eru eðlilegar í þörmum, og geta hjálpað til við framleiðslu á K2 vítamíni.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað er E. coli?“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.