Orf Líftækni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

ORF líftækni er íslenskt hlutafélag stofnað árið 2000. Fyrirtækið framleiðir sérvirk prótein fyrir til rannsókna í heilbrigðisvísindum og hefur þróað nýstárlega aðferð, Orfeus™. Kerfið byggir á því að nýta fræ byggplöntunnar sem smiðju próteinanna. Með þessu kerfi er hægt að lækka framleiðslukostnað próteinanna verulega og auka gæði þeirra[1].

ORF Líftækni hefur skipað sér í fremstu röð fyrirtækja á þessu sviði í heiminum[2]. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi á heimsvísu á sínu sviði í framleiðslu verðmætra sérvirkra próteina. Áhersla er lögð á framleiðslu og sölu á svokölluðum vaxtarþáttum og hefur fyrirtækið meira en eitt hundrað vaxtarþætti í framleiðslu á mismunandi stigum[3]. Fyrirtækið hlaut Nýsköpunarverðlaunin árið 2008.

Nafn fyrirtækisins vísar til opins lesramma (e. Open Reading Frame) sem fyrirtækið notar í framleiðslu sinni.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „ORF Líftækni - framleiðsla á sérvirkum próteinum“. Sótt 3. október 2009.
  2. „ORF Líftækni“. Sótt 2. október 2009.
  3. „Framtíðarsýn“. Sótt 3. október 2009.
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.