Græn líftækni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Græn líftækni fjallar um notkun líftækni í landbúnaði. Hér má nefna dæmi á borð við kynbætur plöntuyrkja í frumuræktum og erfðabreytingu plöntuyrkja til að auka þol þeirra gegn ákveðnu umhverfisáreiti (t.d. þurrki eða ágangi skordýra). Einnig er hægt að nota erfðabreytingu til framleiðniaukningar í landbúnaði. Með erfðatækni er hægt að flytja erfðaefni úr einni lífveru yfir í aðra sem verður þá erfðabreytt. Meðal algengra erfðabreyttra nytjaplantna má nefna ýmis yrki af tómötum og maís. Þannig er fyrirtækjum kleift að lækka framleiðslukostnað. Það þýðir að vörur verða ódýrari og hægt að svara eftirspurn með fljótari hætti en áður. Ekki er mikið um einhvers konar erfðabreytingar á jurtum eða matvælum á Íslandi og ekki hafa verið sett nein sérstök lög um innflutning þeirra. Bandaríkin standa fremst hvað þetta varðar. Íslenskir bændur hafa frekar staðið að hefðbundnum kynbótum jurta.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Jónína Stefánsdóttir. „Erfðabreytt matvæli“. Fréttablaðið. 6 (328) (2006): 36. http://www.mni.is/mni/?D10cID=ReadArticle&Id=192 Geymt 2016-03-04 í Wayback Machine

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikipedia
Wikipedia
Líftæknigátt
Tenglasafn í líftækni