Gjaldeyrishöft

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Gjaldeyrishöft eru takmarkanir sem settar eru á flutning og/eða notkun fjármagns í ákveðnum gjaldmiðlum innan, til og/eða frá tilteknu svæði.

Á Íslandi hafa verið gjaldeyrishöft allt frá bankahruninu 2008. Mjög skiptar skoðanir eru á nauðsyn þess að viðhalda gjaldeyrishöftum og hversu lengi það sé nauðsynlegt. Í þessu samhengi hefur verið talað um snjóhengjuna - mikið magn fjármagns á Íslandi í erlendri eigu sem gæti verið flutt úr landi með snöggum hætti ef gjaldeyrishöftin væru afnumin sem gæti haft róttæk áhrif á gengi íslensku krónunnar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.