Byggðastofnun
Byggðastofnun er sjálfstæð ríkisstofnun sem sett var á fót 1985 til að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Stofnunin undirbýr, skipuleggur og fjármagnar byggðarverkefni og veitir lán til að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Byggðastofnun sem er fjármögnuð með fjárframlögum frá ríkinu er á Sauðárkróki.[1]
Hlutverk og starfssemi
[breyta | breyta frumkóða]Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við þetta hlutverk undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin uppbyggingarverkefni á landsbyggðinni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna er oft í samstarfi við aðra.[2]
Mikilvægur þáttur í starfssemi Byggðastofnunar er að fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Samkvæmt lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir vinnur Byggðastofnun að stefnumótandi byggðaáætlun fyrir allt landið í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Þar er gerð grein fyrir ástandi og horfum í þróun byggðar í landinu og sett fram markmið og stefna ríkisstjórnar í byggðamálum á hverju tíma.[3]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]- Lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, nr. 69 frá 9. júnlí 2015
- Lög um Byggðastofnun, nr. 106 frá 27. desember 1999
- Ríkisstofnanir á Íslandi
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Um“. Byggðastofnun. Sótt 6. mars 2019.
- ↑ „106/1999: Lög um Byggðastofnun“. Alþingi. Sótt 6. mars 2019.
- ↑ „69/2015: Lög um byggðaáætlun og sóknaráætlanir“. Alþingi. Sótt 6. mars 2019.