Fara í innihald

Hugverkastofan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki Hugverkastofunnar. Merkið var hannað af Oscar Bjarna.
Merki Hugverkastofunnar

Hugverkastofan er opinber stofnun sem var sett á laggirnar (þá sem Einkaleyfastofan) 1. júlí 1991 og tók þá við hlutverki einkaleyfa- og vörumerkjadeildar iðnaðarráðuneytisins. Skipulag og starfssvið markast af auglýsingu nr. 187/1991 og reglugerð nr. 188/1991 og hún heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Stofnuninni ber að veita einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði. Þá ber stofnuninni að stuðla að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi. Hugverkastofan er einnig opinber faggildingaraðili.

Árið 2019 breytti Einkaleyfastofan nafninu sínu yfir í „Hugverkastofan“.[1]

Enskt heiti Hugverkastofunnar er Icelandic Intellectual Property Office og notast er við skammstöfunina ISIPO í takt við aðrar hugverkastofur og alþjóðastofnanir á sviði hugverkaréttinda.

Á árinu 2018 tók stofnunin við 4.260 vörumerkjaumsóknum, 1.554 einkaleyfaumsóknum og 109 hönnunarumsóknum. Í lok árs voru í gildi 60.770 vörumerkjaskráningar, 7.522 einkaleyfi og 965 hönnunarskráningar á Íslandi.

Forstjóri Hugverkastofunnar er Borghildur Erlingsdóttir, lögfræðingur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Heiti Einkaleyfastofunnar“. Alþingi. Sótt 4. nóvember 2020.