„Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Íslands“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
LaaknorBot (spjall | framlög)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 9. október 2012 kl. 02:02

Umhverfisráðuneytið
Stofnár 1990 [1]
Ráðherra Svandís Svavarsdóttir[2]
Ráðuneytisstjóri Magnús Jóhannesson [3]
Fjárveiting 6,8 milljarðar króna (2011)
Staðsetning Skuggasund 1
150 Reykjavík
Vefsíða

Umhverfisráðuneyti Íslands eða Umhverfisráðuneytið er eitt af 10 ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður er umhverfisráðherra og æðsti embættismaður þess er ráðuneytisstjóri.

Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands[4] fer ráðuneytið með þau mál er varða:

  • Náttúruvernd, þ.m.t. landgræðslu, vernd vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni og erfðaauðlinda, þjóðgarða, aðra en Þingvallaþjóðgarð, og friðlýst svæði.
  • Friðunar- og uppgræðsluaðgerðir á sviði gróður- og skógverndar, skógrækt, aðra en landshlutabundna og nytjaskóga, og fyrirhleðslur.
  • Rannsóknir á sviði umhverfismála og umhverfisvöktun, sem ekki er lögð til annars ráðuneytis.
  • Mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs, hollustuhætti, heilbrigðiseftirlit, eiturefni og hættuleg efni.
  • Skipulagsmál, mat á umhverfisáhrifum og gerð landnýtingaráætlana.
  • Byggingarmál og brunavarnir.
  • Veðurþjónustu, varnir gegn ofanflóðum, fjarkönnun og mælingar og rannsóknir á vatnafari landsins.
  • Dýravernd og stjórnun veiða á villtum fuglum og villtum spendýrum öðrum en sjávarspendýrum.
  • Loftslagsvernd.
  • Landmælingar og kortagerð.

Sjá einnig

Tilvísanir

  1. „Um ráðuneytið“. Sótt 8. apríl 2010.
  2. „Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra“. Sótt 8. apríl 2010.
  3. „Starfsmenn“. Sótt 8. apríl 2010.
  4. „Reglugerð um Stjórnarráð Íslands“. Sótt 21. febrúar 2010.

Tenglar