Landgræðslan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Landgræðsla ríkisins)
Jump to navigation Jump to search

Landgræðslan (áður Landgræðsla ríkisins) er íslensk ríkisstofnun, sem heyrir undir umhverfisráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, gróðureftirliti og gróðurvernd. Enn fremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum og þróunarstarfi á þessu sviði. Landgræðslan rekur ættir sínar til ársins 1907 er lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands voru samþykkt. Í fyrstu voru landgræðslumál í umsjón sandgræðslumanns er heyrði undir skógræktarstjóra Skógræktar ríkisins, síðar árið 1914 varð til Sandgræðsla Íslands, er sandgræðslumaður var settur undir Búnaðarfélag Íslands.

Hlutverk[breyta | breyta frumkóða]

Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002.

Sagnagarður[breyta | breyta frumkóða]

Sagnagarður er fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslunnar í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Í Sagnagarði er sýning um sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Íslandi auk þess sem rakin er 100 ára saga landgræðslustarfs. Sagnagarður var opnaður árið 2011.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]