Fara í innihald

Karlakórinn Heimir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Karlakórinn Heimir var stofnaður í Skagafirði 28. desember árið 1927. Stofnendur komu flestir úr litlum kór úr framhéraði Skagafjarðar sem hét Bændakórinn og starfaði hann í ellefu ár. Fyrstu árin störfuðu kórfélagar við mjög frumstæðar aðstæður. Söngæfingar voru haldnar á heimilum þar sem hljóðfæri voru til staðar, því ekki voru mörg samkomuhús á þessum tímum.

En félagsskapurinn stækkaði og áhuginn var mikill. Menn fóru aðallega gangandi eða ríðandi til æfinga en stundum fóru þeir einnig á skíðum. Fyrsti söngstjóri kórsins var Gísli Magnússon í Eyhildarholti. Pétur Sigurðsson, tónskáld, tók við af honum og þá Jón Björnsson, einnig tónskáld, frá Hafsteinsstöðum sem stjórnaði kórnum í nær 40 ár.

Stefán Reynir Gíslason hefur stjórnað kórnum nær óslitið frá árinu 1985, en veturna 2010 – 2012 og 2014-15 tók hann sér hlé.

Undirleikari síðan 1991 er tónmenntakennarinn Thomas Randall Higgerson en hann er með doktorsgráðu frá Illinois-háskóla í Urbana-Campain.

Karlakórinn Heimir hefur gefið út plötur og diska sem hafa selst í stórum upplögum. Frægust laga sem kórinn hefur gert vinsæl má telja Fram í heiðanna ró og perluna sígildu Undir bláhimni.

Stjórnendur [1][breyta | breyta frumkóða]

Hljómplötur[breyta | breyta frumkóða]

Nafn Útgáfuár Lagalisti Höfundur lags Textahöfundur
Karlakórinn Heimir 1977
Kom söngur 1983
Undir bláhimni 1991
Dísir vorsins 1995
Fram í heiðanna ró 1998
Stíg fákur létt 2001
Áfram veginn 2003
Heyr himnasmiður 2005

Staðir sem kórinn hefur sungið á utan Skagafjarðar [2][breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Karlakórinn Heimir Skagafirði, skráð af Konráð Gíslasyni, gefið út 1989
  2. Karlakórinn Heimir Skagafirði, skráð af Konráð Gíslasyni, gefið út 1989

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Saga karlakórsins Heimis“. Sótt 13. apríl 2011.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]