Bedřich Smetana
Útlit
(Endurbeint frá Bedrich Smetana)
Bedřich Smetana (2. mars 1824 – 12. maí 1884) var tékkneskt tónskáld. Hann er þekktastur fyrir flokk sex sinfónískra ljóða sem einu nafni nefnast Föðurland mitt (Má Vlast). Þeirra á meðal eru hin kunnu lög Moldá (Vltava) og Frá skógum og ökrum Bæheims. Antonín Dvořák var nemandi Smetanas.