Þorkell Sigurbjörnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þorkell Sigurbjörnsson (fæddur í Reykjavík 16. júlí 1938 - látinn í Kópavogi 30. janúar 2013) var íslenskur tónlistarmaður. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1957, hóf nám við Hamline háskólann í Minnesota og lauk mastersprófi frá háskólanum í Illinois 1961. Hann stjórnaði útvarpsþættinum Tónlist á atómöld hjá Ríkisútvarpinu. Hann er höfundur fjölda verka, þeirra frægast er Heyr himna smiður. Hann samdi einnig lagið Dúfa á brún fyrir skólakór Öldutúnsskóla. Þema 18. landsmóts barnakóra sem haldið var í Kópavogi dagana 19.- 21. apríl 2013 var Þorkell og var lagið sungið undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.