Grímur Thomsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Grímur Thomsen

Grímur Thomsen (15. maí 182027. nóvember 1896) var íslenskt skáld, bókmenntafræðingur, þingmaður og bóndi.

Nám og störf Gríms[breyta | breyta frumkóða]

Grímur var fæddur og uppalinn á Bessastöðum en faðir hans, Þorgrímur Tómasson gullsmiður (kallaði sig Tomsen), var skólaráðsmaður þar. Grímur lærði í heimaskóla hjá séra Árna Helgasyni í Görðum. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi 17 ára sigldi hann til Kaupmannahafnar og lauk hann meistaraprófi í samtímabókmenntum frá Hafnarháskóla 1845, ritgerð hans fjallaði um Byron lávarð. Níu árum seinna var honum veitt doktorsnafnbót við Kaupmannahafnarháskóla. Í Kaupmannahöfn kom hann að útgáfu Nýrra félagsrita ásamt Jóni Sigurðssyni.

Grímur starfaði árum saman í utanríkisþjónustu Dana en fluttist síðan alfarinn til Íslands og settist að á Bessastöðum, sem hann keypti af konungi. Grímur sat lengi á Alþingi og bjó á Bessastöðum til dauðadags. Grímur sótti sér gjarnan yrkisefni í fortíðina að hætti rómantískra skálda og þótti nokkuð forn í hugsun.

Grímur og Danir[breyta | breyta frumkóða]

Sagt er að Grímur hafi fyrstur manna vakið athygli Dana á Byron lávarði, því að áður en Grímur skrifaði ritgerð sína um hann, áttu Danir ekkert rit að gagni um hann. Hann vakti einnig fyrstur eftirtekt Dana á Johan Ludvig Runeberg og útvegaði honum riddarakross hjá Halli ráðgjafa. En merkast var þó það, að Grímur kenndi Dönum að meta H.C. Andersen og ævintýri hans. Áður en Grímur skrifaði um hann hafði Andersen ort og ritað ævintýri í nær heilan mannsaldur og borið það eitt úr býtum, að Danir höfðu skammað hann jafnt og þétt sem fábjána og hálfvita. [1]

Sögusagnir af Grími og hinni belgísku tungu[breyta | breyta frumkóða]

Grímur átti tal við háttsettan mann frá Belgíu. Sá fór að spyrja um ýmislegt frá Íslandi og meðal annars hvaða mál Íslendingar töluðu. Grímur svaraði því til að það væri íslenska, hin gamla norræna tunga Eddukvæðanna. , segir hinn, þið menntamennirnir. En hvaða mál talar skrílinn? Þá svaraði Grímur: Skríllinn. Hann talar auðvitað belgísku.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900, Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist


Fyrirrennari:
Gunnlaugur Þórðarson
Ritstjóri Skírnis
(18461846)
Eftirmaður:
Gunnlaugur Þórðarson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.