Mastodon (hljómsveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ísland (lag))
Troy Sanders (2012)
Brent Hinds (2012)
Bill Kelliher (2012)
Brann Dailor (2012)

Mastodon er bandarísk þungarokkshljómsveit frá borginni Atlanta í Georgíu. Stíll sveitarinnar einkennist af þungum og oft á tíðum teknískum gítarleik, flóknum og jazz-skotnum trommuleik, drynjandi bassa og rifnum söng. Áhrif eru m.a. frá framsæknu rokki, þrassi, pönki og rokki.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Mastodon var stofnuð árið 1999 þegar Brann Dailor og Bill Kelliher, fyrrverandi meðlimir Today is the Day og Lethargy, fluttu til Atlanta og hittu Troy Sanders, fyrrverandi meðlim Four Hour Fogger og Social Infestation; og Brent Hinds, fyrrverandi meðlim Four Hour Fogger. Sveitin hljóðritaði demó árið 2000 sem er oftast kallað „9-laga demóið“. Á þeim upptökum syngur Eric Saner, sem var söngvari sveitarinnar um skamma hríð þegar hún var að byrja. Eftir að sveitin hafði tekið upp annað demó sem kom út á 7" mynddisk hjá plötufyrirtækinu Reptilian Records skrifaði sveitin undir samning við plötufyrirtækið Relapse Records árið 2001.

Sama ár gaf sveitin út sína fyrstu opinberu útgáfu: þröngskífuna Lifesblood og fylgdu henni eftir árið 2002 með breiðskífunni Remission. Lagið „March of the Fire Ants“ náði töluverðum vinsældum.

Árið 2004 gaf sveitin svo út þemaplötuna Leviathan sem er byggð á skáldsögunni Moby Dick, eftir Herman Melville. Platan hlaut mikið lof og var valin plata ársins 2004 af tímaritunum Revolver, Kerrang! og Terrorizer. Á plötunni er eitt lag sem heitir „Ísland“. Sveitin skrifaði svo undir samning við Warner Music. Árið 2006 var 9-laga demóið endurútgefið af Relapse Records undir nafninu The Call of the Mastodon. Auk þess gaf sveitin út DVD-mynddisk sem bar heitið The Workhorse Chronicles. Mynddiskurinn inniheldur heimildarmynd um sögu sveitarinnar, tónleikaupptökur og tónlistarmyndbönd. Nýjasta platan þeirra, Blood Mountain, kom út árið 2006 við góðar undirtektir gagnrýnenda. Sveitin flutti lagið „Orion“ á plötunni Master of Puppets: Remastered sem er plata gefin út af Kerrang! til heiðurs Metallica. Mastodon túraði með Metallica í kjölfarið og Slayer síðar.

Á plötunni Crack the Skye gerði hljómsveitin ýmsar framsæknar tilraunir eins og að leyfa Brann Dailor trommara að syngja. Þeir komu fram hjá David Letterman og fluttu lagið „Oblivion“ af plötunni. Árið 2018 fékk bandið Grammy-verðlaun fyrir besta flutning á þungarokki fyrir „Sultan's Curse“ af plötunni Emperor of Sand.

Mastodon hefur spilað á Íslandi árin 2003 og 2015.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Stúdíóplötur[breyta | breyta frumkóða]

  • Remission (2002)
  • Leviathan (2004)
  • Blood Mountain (2006)
  • Crack the Skye (2009)
  • The Hunter (2011)
  • Once More Round the Sun (2014)
  • Emperor of Sand (2017)
  • Hushed and Grim (2021)

Stuttskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Lifesblood (2001)
  • Cold Dark Place (2017)

Safnplötur[breyta | breyta frumkóða]

  • Call of the Mastodon (2006)
  • Mastodon (boxsett) (2008)
  • Medium Rarities (2020)

Núverandi meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrrverandi meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]