Ingi T. Lárusson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ingi Tómas Lárusson (26. ágúst 189224. mars 1946) var íslenskt tónskáld. Hann fæddist á Seyðisfirði og var sonur Þórunnar Gísladóttur Wiium og Lárusar Tómassonar bóksala. Hann lærði hljóðfæraleik á Seyðisfirði en var synjað um styrk til tónlistarnáms í Danmörku frá Alþingi. Hann lauk verslunarprófi við Verslunarskóla Íslands og fékkst lengst af við verslunarstörf. Þekktustu lög hans eru „Í svanalíki“ (við ljóð Enars Benediktssonar), „Ég bið að heilsa“ (við ljóð Jónasar Hallgrímssonar) og „Ó, blessuð vertu sumarsól“ (við ljóð Páls Ólafssonar). Öll þessi lög samdi hann sem barn og unglingur, það síðastnefnda aðeins sjö ára gamall.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.