Sundskáli Svarfdæla
Sundskáli Svarfdæla er talinn vera ein fyrsta yfirbyggða sundlaug landsins. Sundskálinn var vígður sumardaginn fyrsta 1929 og er enn í notkun.
Sundskáli Svarfdæla er reistur úr steinsteypu og með steyptu þaki. Laugin sjálf er 12,5 x 5 m. Vatn til laugarinnar var tekið úr volgum uppsprettum við Laugastein í hlíðinni ofan við skálann. Þar er fallega hlaðinn inntaksbrunnur laugarvatnsins. Vatnið var ekki nema um 20°C heitt. Árið 1965 var borað eftir vatni sunnar í Laugahlíðinni. Þaðan fékkst um 30°C heitt vatn sem bæði var notað í laugina og til upphitunar í skólahúsnæðinu á Húsabakka en þar þurfti að skerpa vel á því.
Sundskálinn var sjálfseignastofnun á vegum ungmennafélaganna í Svarfaðardal og Dalvík fram til 1966 en síðan í eigu Húsabakkaskóla og Dalvíkurskóla að jöfnu. Sundskálinn var í mikilli og samfelldri notkun bæði til kennslu og fyrir almenning allt þar til Sundlaug Dalvíkur var reist. Á tímabili voru útisamkomur haldnar við Sundskálann, t.d. lýðveldishátíðin 1944.
Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Heimasíða íslenskra sundlauga
- Sundlaugar á Norðurlandi; af Norðurland.is Geymt 2007-09-22 í Wayback Machine
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
Sundskáli Svarfdæla. Lesbók Morgunblaðsins 4. árg. 47. tbl. 24. nóvember 1929