Kristján Hreinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristján Hreinsson f. 7. janúar 1957 í Reykjavík) er íslenskt skáld.

Kristján ólst upp í Kópavogi. Fór í M.H. Nam leikhúsfræði við Háskólann í Bergen í þrjú ár og lauk þar við tvær gráður. Hefur starfað sem skáld frá 1990. Vinnur jöfnum höndum við að rita ljóð, leikrit, skáldsögur, smásögur og söngtexta, auk þess að semja tónlist, kenna heimspeki, ritlist, bragfræði og ljóðlist, stjórna útvarpsþáttum og vísnakvöldum, rita greinar, flytja erindi, yrkja ýmiskonar tækifæriskveðskap og koma fram sem trúbadúr.

Kristján hefur haldið nokkur námskeið, einkum á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands, í bragfræði, ritlist, limrugerð og söngtextagerð. Hann hefur einnig verið aðstoðarkennari og stundakennari við HÍ. Einnig hefur hann m.a. stundað nám í heimspeki, við Háskóla Íslands, lauk þaðan BA-prófi 2013 og MA-prófi 2015. Útskrifaðist 2016 með diplóma, Gagnrýnin hugsun og siðfræði og 2017 sem framhaldsskólakennari. Áður lauk hann tveimur gráðum í leikhúsfræði við Háskólann í Bergen.

Bækur hans eru um 90 talsins; sex skáldsögur fyrir börn, sjö skáldsögur fyrir fullorðna, ýmsar barnabækur, ljóðabækur, vísnabækur, smásagnasafn og ein ævisaga. Blaðagreinarnar skipta hundruðum. Kristján hefur skrifað nokkur leikverk; útvarpsleikri og verk fyrir leiksvið. Þá á hann u.þ.b. 200 útgefin lög, u.þ.b. 1000 útgefna söngtexta og tugi ljóða sem tónskáld hafa ort við og flutt hafa verið á tónleikum. Þá skipta tækifærisljóð hans hundruðum.

Kristján Hreinsson býr í Mílanó á Ítalíu ásamt konu sinni Olgu Clausen, sem er ræðismaður Íslands þar í borg.

  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.