Johannes Brahms

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Johannes Brahms

Johannes Brahms (7. maí 1833 - 3. apríl 1897) var þýskt tónskáld á rómantíska tímabilinu. Hann var fæddur í Hamborg en bjó lengst af í Vín og er oftast talinn til tónskálda þeirrar borgar. Tónlist Brahms er oft talin mjög dæmigerð fyrir rómatíska tónlist og mörg af verkum hans eru mjög þekkt. Þeirra á meðal eru til dæmis fiðlukonsert hans, Ein deutsches Requiem og lítið vöggulag (Op. 49 no. 4) sem hann samdi 1868. Brahms var undir miklum áhrifum frá tónlist Beethovens, en líka eldri tónlskálda svosem Mozart og Haydn, og jafnvel Bach. Hann hafði mikinn áhuga á enn eldri tónlist, frá því fyrir barokk tímabilið, löngu áður en flest önnur tónskáld voru farin að veita þeirri tónlist nokkra athygli. Hann vann einnig mikið úr þjóðlögum og eru Ungversku dansar hans mjög þekktir. Meðal vina Brahms voru tónskáldin Johann Strauss yngri, Clara Wieck og Robert Schumann