Jón Jónsson frá Ljárskógum
Útlit
(Endurbeint frá Jón frá Ljárskógum)
- Sjá aðgreiningarsíðu fyrir aðra einstaklinga sem heita Jón Jónsson.
Jón Jónsson frá Ljárskógum (28. mars 1914 – 7. október 1945) var íslenskt skáld og söngvari. Hann fæddist að Ljárskógum í Laxárdal. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann átti þátt í stofnun MA-kvartettsins. Síðar flutti hann til Reykjavíkur og að endingu til Ísafjarðar. Hann lést úr berklum á Vífilsstaðaspítala. Mörg af kvæðum Jóns urðu gríðarvinsæl sönglög eins og „Káta Víkurmær/Fornar ástir“ (við lag Benjamin Hanby), „Sestu hérna hjá mér“ (við lag Liliuokalani) og „Húmar að kveldi“ (við lag Stephen Foster). Úrval ljóða hans kom út árið 1976 í ritstjórn Steinþórs Gestssonar.