Fara í innihald

Roberto Baggio

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Roberto Baggio
Upplýsingar
Fæðingardagur 18. febrúar 1967 (1967-02-18) (57 ára)
Fæðingarstaður    Caldogno, Ítalía
Hæð 1,74 m
Leikstaða Miðjumaður, vængmaður
Yngriflokkaferill
1974–1980
1980-1982
Caldogno
L.R. Vicenza
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1982–1985 L.R. Vicenza 36 (13)
1985-1990 Fiorentina 94 (39)
1990-1995 Juventus 141 (78)
1995–1997 A.C. Milan 51 (12)
1997-1998 Bologna F.C. 1909 30 (22)
1998-2000 Internazionale 41 (9)
2000-2004 Brescia Calcio 95 (45)
Landsliðsferill
1988–2004 Ítalía 56 (27)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Roberto Baggio (2013.)

Roberto Baggio (fæddur 18. febrúar 1967) er ítalskur fyrrum knattspyrnumaður sem spilaði sem framherji eða framsækinn miðjumaður. Hann var þekktur fyrir fimi, aukaspyrnur sínar og mörk.

Baggio spilaði með ýmsum ítölskum liðum: L.R. Vicenza, Internazionale, Juventus, Fiorentina, AC Milan, Bologna FC og Brescia Calcio. Baggio er eini Ítalinn sem skorað hefur í þremur heimsmeistaramótum og er fjórði markahæsti landsliðsmaðurinn (ásamt Alessandro Del Piero). Hann er fimmti markahæsti ítalski leikmaðurinn með 318 mörk í öllum keppnum. Baggio vann til tveggja Serie A titla, eins Coppa Italia og eins UEFA bikars. Árið 1993 vann hann Fifa-gullknöttinn. Baggio leiddi Ítalíu til úrslita á HM 1994. Hann skoraði 5 mörk í keppninni en brenndi af vítaspyrnu í úrslitaleiknum.

Baggio var kallaður Il Divin Codino (guðdómlega taglið). Hann snerist til búddisma á 9. áratugnum og er af þeim sökum vinsæll í Japan.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.