Fjársýsla ríkisins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjársýsla ríkisins (áður Ríkisbókhald) er ríkisstofnun sem sér um fjármál ríkisins. Fjársýslustjóri veitir Fjársýslu ríkisins forstöðu og er skipaður af fjármálaráðherra til fimm ára í senn og ber ábyrgð gagnvart honum. Hlutverk Fjársýslu ríkisins er að samræma reikningsskil ríkisaðila og tryggja tímanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um fjármál ríkisins og stuðla að öruggri og skilvirkri greiðslumiðlun fyrir ríkissjóð.

Helstu verkefni Fjársýslu ríkisins eru

  • Gerð og framsetning uppgjöra fyrir ríkissjóð.
  • Samræming og gerð verklagsreglna fyrir bókhald og reikningsskil ríkisins.
  • Rekstur upplýsingakerfa og þróun og ráðgjöf er tengist notkun þeirra.
  • Ráðgjöf og kennsla fyrir ríkisaðila um bókhald, reikningsskil, innheimtu og launaafgreiðslu. Einnig ráðgjöf um nýtingu fjárhagsupplýsinga við fjármálastjórn.
  • Eftirfylgni með því að bókhald stofnana sé uppfært reglulega og um tilhögun innra eftirlits.
  • Færsla fjárhags- og launabókhalds fyrir ríkisstofnanir eftir því sem hagkvæmt þykir.
  • Móttaka innheimtufjár og annast greiðslur fyrir ríkissjóð.
  • Umsjón með innheimtugagnavinnslum ríkissjóðs.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1910 var ráðinn aðalbókari á skrifstofu Stjórnarráðsins til að annast bókhald Landssjóðs. Fyrstu lögin um starfsemi Ríkisbókhalds voru sett árið 1931 og giltu þau allt fram til ársins 1966. Þá voru sett ný lög og komið á nýrri skipan um samningu fjárlaga og bókhald ríkisins. Árið 1997 varð Ríkisbókhald sérstök ríkisstofnun með lögum nr. 88/1997. Árið 1952 fluttist launaafgreiðsla ríkisins til Ríkisbókhalds en hún var síðar færð undir fjármálaráðuneytið og síðan aftur 1998 til Ríkisbókhalds. Embætti ríkisféhirðis heyrir undir Ríkisbókhald frá 1. mars 2002 og var þá nafni stofnunarinnar breytt úr Ríkisbókhald í Fjársýsla Ríkisins og forstöðumaður hennar ber starfsheitið fjársýslustjóri.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]