Norræni fjárfestingarbankinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Merki Norræna fjárfestingarbankans

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er alþjóðleg fjármálastofnun sem var stofnuð 1975 af Norðurlöndunum fimm. Eystrasaltslöndin þrjú bættust í hóp eigenda bankans 2005.

NIB fæst einkum við fjármögnun verkefna á eftirfarandi sviðum:

  • Orku- og umhverfismál;
  • Samgöngur, fjarskipti og aðrir innviðir;
  • Iðnaður og þjónusta;
  • Fjármálastofnanir og miðlun fjármagns til lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

NIB er alþjóðleg fjármálastofnun í eigu Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Bankinn stundar lánastarfsemi bæði í eigendalöndunum og í nývaxtarlöndum.

NIB fjármagnar verkefni sem ætlað er að efla samkeppnishæfni og bæta umhverfisáhrif. Bankinn sinnir lánastarfsemi bæði innan aðildarlanda bankans og á vaxtarsvæðum í Afríku, Austurlöndum nær, Asíu, Evrópu og löndum fyrrum Sovétlýðvelda auk Suður-Ameríku. Norræni fjárfestingarbankinn aflar fjár til lánastarfsemi sinnar með lántökum á alþjóðafjármálamarkaði.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]