Fara í innihald

Mitch McConnell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mitch McConnell
Mitch McConnell árið 2006.
Leiðtogi meirihlutans á Öldungadeild Bandaríkjaþings
Í embætti
3. janúar 2015 – 20. janúar 2021
Öldungadeildarþingmaður fyrir Kentucky
Núverandi
Tók við embætti
3. janúar 1985
Persónulegar upplýsingar
Fæddur20. febrúar 1942 (1942-02-20) (82 ára)
Sheffield, Alabama, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiSherrill Redmon ​(g. 1968; sk. 1980)​
Elaine Chao ​(g. 1993)
Börn3
HáskóliHáskólinn í Louisville
Háskólinn í Kentucky
Undirskrift

Mitch McConnell (fæddur 20. febrúar 1942 í Sheffield í Alabama-fylki) er bandarískur þingmaður og núverandi leiðtogi minnihlutans á öldungadeild bandaríska þingsins. Hann er sonur hjónanna Addison McConnell og Julia Shockley, faðir þriggja dætra og kvæntur Elaine L. Chao sem var atvinnumálaráðherra 2001-2009, í tíð George W. Bush forseta. McConnell útskrifaðist með láði frá háskólanum í Louisville, einnig lauk hann gráðu frá University of Kentucky College of Law. Meðan hann var þar við nám var hann kjörinn forseti nemendafélagsins.

McConnell hefur verið þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings frá 1984. Það ár var hann eini repúblikaninn sem vann sigur í Norður-Karólínu og um leið fyrsti repúblikaninn sem vann frambjóðanda demókrata í Kentucky frá 1968. Hann fékk nálægt milljón atkvæða í kosningunum í nóvember 2008. Og yfirleitt hefur hann fengið flest atkvæði frá kjósendum í Kentucky-sýslu.

Frá árinu 2008 hefur hann verið leiðtogi minnihluta repúblikana í öldungadeildinni og er hann sá 15. í röðinni. Þá er hann aðeins annar leiðtogi öldungadeildarinnar frá upphafi sem kemur frá Kentucky, en sá fyrsti var Alben Barkley leiðtogi demókrata frá 1937-1949. Starfsferill McConnell hefur lengst af verið á vettvangi stjórnmálanna. Hann starfaði fyrir þingmanninn John Sherman Cooper í Capitol Hill. Þá var hann aðstoðarmaður Marlow Cook þingmanns og síðar staðgengill aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, í forsetatíð Gerald Ford. Hann var embættismaður í Jefferson-sýslu frá árinu 1978 þar til hann hóf þingmannsferil sinn.[1]

  1. „Biography“. Sótt 31. október 2014 2014.


Fyrirrennari:
Harry Reid
Leiðtogi meirihlutans á Öldungadeild Bandaríkjaþings
(3. janúar 201520. janúar 2021)
Eftirmaður:
Chuck Schumer


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.