Fara í innihald

Skotvopn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hríðskotabyssan Heckler & Koch MP5A3
Skammbyssa Glock 17

Skotvopn er vopn sem skýtur einu eða fleiri skotum sem knúin eru áfram af gasi sem verður til við sprengingu drifefnis í skothylki, sem skorðar byssukúluna þar til hleypt er af. Í gamla daga var drifefnið yfirleitt svart púður, en nú til dags er yfirleitt notað reyklaust byssupúður, kordít o.fl. Loftbyssa notar samþjappað loft sem drifefni. Handskotvopn eru ekki þyngri en svo að einn fullorðinn maður getur haldið á þeim og hleypt af án stuðnings og þeim var fyrst beitt með markvissum hætti í hernaði á Endurreisnartímanum.

Hlaupvíð skotvopn

[breyta | breyta frumkóða]

Fallbyssa er mjög hlaupvíð og langdræg og tilheyrir stórskotaliði, en fallbyssur voru einnig á orrustuskipum. Eru oftast á hjólum og hlaupið er með dempara til að draga úr bakslagi. Sumar fallbyssur eru á skriðbeltum með eigin drifbúnaði, líkt og skriðdreki. Skothornið er tiltölulega hátt, þ.a. skeytin fara í boga og falla af eigin þunga á skotmarkið. Sprengjuvarpa er mun hlaupþrengri og skammdrægari en er notuð með sama hætti og fallbyssa, þ.e. skeytin eru látin falla á skotmarkið. Þær eru oft ekki þyngri en svo að einn maður getur haldið á þeim.

Önnur vopn, sem skjóta má með

[breyta | breyta frumkóða]

Bogi og örvar, lásbogi, kastspjót, munnbyssa, baunabyssa og teygjubyssa teljast almennt ekki til skotvopna, þó færa megi rök fyrir því að flokka þau sem slík.

  Þessi vopnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.