Neil Gorsuch

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Neil Gorsuch
Neil Gorsuch

Neil Gorsuch (f. 1967) er bandarískur lögfræðingur og dómari við hæstarétt Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi hann í sæti Antonin Gregory Scalia 31. janúar árið 2017. Skipun hans tók gildi 10. apríl 2017 eftir að meirihluti þingmanna í öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti tilnefninguna.[1] Gorsuch er einn af þremur hæstaréttardómurum sem Donald Trump hefur skipað í embætti.[2] Gorsuch er íhaldssamur í skoðunum og fylgir stjórnarskrá Bandaríkjanna til hins ítrasta.[3]

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Gorsuch fæddist 29. ágúst 1967 í borginni Denver í Colorado. Hann fluttist síðar með fjölskyldu sinni til Bethesda í Maryland þar sem hann fór í Georgetown-einkaskólann. Brett Kavanaugh, sem Donald Trump skipaði sem hæstaréttardómara árið 2018, var nemandi við skólann á sama tíma og Gorsuch. Gorsuch útskrifaðist sem stjórnmálafræðingur frá Columbia-háskóla í New York og í kjölfarið sem lögfræðingur frá Harvard-háskóla í Massachusetts þar sem hann var bekkjarbróðir Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Árið 2004 lauk hann doktorsgráðu í lögfræði frá Oxford-háskóla.[4]

Gorsuch varð dómari við áfrýjunardómstólinn í Denver árið 2006 og gegndi því starfi þar til hann tók sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Áður gegndi hann starfi aðstoðarmanns tveggja hæstaréttardómara, þeirra Byron White og Anthony Kennedy.[5]

Dómari við hæstarétt Bandaríkjanna[breyta | breyta frumkóða]

Gorsuch var fyrsta tilnefning Donalds Trump Bandaríkjaforseta í sæti hæstaréttardómara.[6] Síðar átti hann eftir að tilnefna - og öldunadeildin að samþykkja - Brett Kavanaugh og Amy Coney Barrett. Gorsuch var tilnefndur í sæti Antonin Gregory Scala 31. janúar árið 2017 og skipun hans tók gildi 10. apríl sama ár eftir að meirihluti þingmanna í öldungadeildinni samþykkti tilnefninguna.[7] Allir öldungadeildarþingmenn Repúblikana greiddu atkvæði með honum og þrír þingmenn Demókrata, Joe Manchin, Heidi Heitkamp and Joe Donnelly.[8]

Antonin Scalia lést í febrúar árið 2016 þegar Barack Obama var forseti Bandaríkjanna. Obama reyndi að fylla í það skarð en Repúblikanar komu í veg fyrir það með málþófi. Margir Demókratar litu svo á að þeir höfðu verið rændir þeim möguleika að tryggja meirihluta í hæstarétt úr hópi frjálslyndari dómara.[9]

Gorsuch lagði áherslu á sjálfstæði sitt þegar hann kom fyrir hæfisnefnd öldungadeildar þingsins í kjölfar tilnefningar Trump. Þá gagnrýndi hann hrakyrði Trumps í garð dómstóla og dómara landsins og sagði þau dapurleg. Hann sagðist ekki vera fulltrúi forsetans eða ákveðins flokks.[10]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Neil Gorsuch“, Wikipedia (enska), 26. október 2020, sótt 28. október 2020
  2. „Donald Trump - Supreme Court“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 28. október 2020.
  3. Róbert Jóhannsson (Febrúar 2017). „Gorsuch fyllir í skarð Scalia“. Sótt Október 2020.
  4. „Neil Gorsuch“, Wikipedia (enska), 26. október 2020, sótt 28. október 2020
  5. Róbert Jóhansson (Febrúar 2017). „Gorsuch fyllir í skarð Scalia“. Sótt Október 2020.
  6. Carrie Johnson (Janúar 2017). „Who Is Neil Gorsuch, Trump's First Pick For The Supreme Court?“. NPR. Sótt Október 2020.
  7. „Donald Trump - Supreme Court“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 29. október 2020.
  8. Adam Liptak & Matt Flegenheimer (Apríl 2017). „Neil Gorsuch Confirmed by Senate as Supreme Court Justice“. New York Times. Sótt Október 2020.
  9. Kristján Róbert Kristjánsson (Febrúar 2017). „Búist við hörðum átökum í öldungadeildinni“. Sótt Október 2020.
  10. Ævar Örn Jósepsson (Mars 2017). „Gorsuch: „Enginn er hafinn yfir lög““. Sótt Október 2020.