Fara í innihald

Sonia Sotomayor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sonia Sotomayor
Dómari við hæstarétt Bandaríkjanna
Núverandi
Tók við embætti
8. ágúst 2009
ForveriDavid Souter
Persónulegar upplýsingar
Fædd25. júní 1954 (1954-06-25) (70 ára)
New York-borg, New York, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarísk
MakiKevin Noonan (g. 1976; sk. 1983)​
HáskóliPrinceton-háskóli (BA)
Yale-háskóli (JD)
StarfLögfræðingur, dómari
Undirskrift

Sonia Maria Sotomayor (f. 25. júní 1954) er dómari við hæstarétt Bandaríkjanna. Hún var skipuð af Barack Obama forseta, sem eftirmaður David H. Souter, en hann lét af embætti vegna aldurs. Sotomayor tók við embætti þann 8. ágúst 2009.[1]

Sotomayor fæddist í Bronx í New York-borg þann 25. júní 1954 og ólst þar upp.[2] Foreldrar hennar fluttu frá Puerto Rico til New York í kringum 1940. Móðir hennar er hjúkrunarfræðingur og faðir hennar var verkamaður en hann lést þegar hún var níu ára. Árið 1976 giftist hún Kevin Edward Noonan en þau skildu árið 1983.[3]

Menntun og starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Sotomayor lauk BA prófi frá Princeton-háskóla árið 1976 og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn. Árið 1979 lauk hún svokallaða JD-prófinu frá Yale Law School þar sem hún starfaði jafnframt sem ritstjóri Yale Law Journal. Frá 1979–1984 vann hún sem aðstoðarmaður dómara í héraðsdómi New York County.

Frá 1984–1992 starfaði hún sem fulltrúi og síðar meðeigandi á lögfræðistofu Pavia & Harcourt í New York. Árið 1991 var hún tilnefnd af George HW Bush forseta í héraðsdóm U.S. District Court, Southern District í New York, og þar starfaði hún frá 1992 til 1998.

1998–2009 var hún dómari áfrýjunarréttar í New York.[4]

Skipun í hæstarétt

[breyta | breyta frumkóða]

Barack Obama forseti tilnefndi Sotomayor sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna þann 26. maí 2009. Það var samþykkt af öldungadeild Bandaríkjaþings með 68 atkvæðum gegn 31, og tók hún við embættinu 8. ágúst 2009, eftir að hæstaréttardómarinn David H. Souter fór á eftirlaun.[5] Sotomayor er 111. hæstaréttardómarinn sem skipaður er frá upphafi í Bandaríkjunum en einungis þriðja konan. Jafnframt er hún fyrsti dómarinn af rómönskum ættum sem skipaður hefur verið við hæstarétt Bandaríkjanna.[3]

  1. „Sonia Sotomayor, Associate Justice“. Sótt 14. nóvember 2014.
  2. „Sonia Sotomayor, Associate Justice,“. Sótt 14. nóvember 2014.
  3. 3,0 3,1 „Sonia Sotomayor Fast Facts“. Sótt 14. nóvember 2014.
  4. „Sonia Sotomayor, Associate Justice,“. Sótt 14. nóvember 2014.
  5. „David H. Souter (Retired), Associate Justice“. Sótt 14. nóvember 2014.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.