Tæknifrjóvgun
Útlit
Tæknifrjóvgun er yfirheiti þeirra aðferða sem notaðar eru til að gera konur þungaðar án samfara. Tæknifrjóvgun er notuð þegar þekkt eða óþekkt vandamál eru til staðar hjá annaðhvort karli, konu eða báðum sem valda því að þungun verður ekki eftir samfarir án getnaðarvarna í lengri tíma. Karlar og konur geta af ýmsum ástæðum verið ófrjó.
Tæknisæðing, glasafrjóvgun og smásjárfrjóvgun eru tegundir tæknifrjóvgunar.