1959
Útlit
(Endurbeint frá Ágúst 1959)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1959 (MCMLIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 9. júní - Sjálfsbjörg, hagsmunasamtök hreyfihamlaðra, var stofnuð.
- 28. júní - fyrri Alþingiskosningar voru haldnar, þær síðustu skv. gamalli kjördæmaskipan.
- 4. október - Badmintonfélag Hafnarfjarðar var stofnað.
- 25. - 26. október - seinni Alþingiskosningar haldnar, skv. nýrri kjördæmaskipan.
- 19. nóvember - Emil Jónsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.
- 20. nóvember - Viðreisnarstjórnin tók við völdum.
- Hagkaup voru stofnuð.
- Laugardalsvöllur opnaði.
- Garðar, byggðasafn Akraness opnaði.
- Ferðaskrifstofan Sunna var stofnuð (lögð af 1979).
Fædd
- 18. febrúar - Hallgrímur Helgason, rithöfundur.
- 8. maí - Ellen Kristjánsdóttir, íslensk söngkona.
- 20. september - Björn Valur Gíslason, íslenskur stjórnmálamaður.
- 3. október - Óskar Árni Óskarsson, rithöfundur.
Dáin
- 2. mars - Aage Lauritz Petersen danskur verkfræðingur og heilbrigðisfulltrúi (f. 1879).
- 24. ágúst - Kristín Jónsdóttir, íslensk myndlistakona (f. 1888).
- 30. nóvember - Gísli Sveinsson, íslenskur lögfræðingur og stjórmálamaður (f. 1880).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 3. janúar - Alaska varð 49. fylki Bandaríkjanna.
- 4. janúar - Uppreisnarher á Kúbu leiddur af Che Guevara og Camilo Cienfuegos réðust inn í Havana.
- 8. janúar - Charles de Gaulle varð forseti 5. lýðveldis Frakklands.
- 21. janúar - Mannréttindadómstóll Evrópu var stofnaður.
- 30. janúar - MS Hans Hedtoft, dansk skip, rakst á ísjaka og sökk við Grænland. Létust allir um borð; 95 manns.
- 3. febrúar - Dagurinn þegar tónlistin dó: Flugvél með tónlistarmönnunum Buddy Holly, Ritchie Valens og The Big Bopper fórst í Iowa.
- 7. mars - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu hófst.
- 11. mars - Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram.
- 17. mars - Tenzin Gyatso, 14. Dalai Lama, flúði til Indlands.
- 4. maí - Grammy-verðlaunin voru fyrst veitt.
- 17. júlí - Fyrsta hauskúpa frummanneskjunnar Australopithecus var uppgötvuð af Louis Leakey og konu hans Mary í Tansaníu.
- 15. ágúst - Kýpur hlaut sjálfstæði.
- 21. ágúst - Havaí varð 50. fylki Bandaríkjanna.
- 26. september - Fellibylur fór um Honshū, Japan, yfir 5.000 létust og 1,5 milljón urðu heimilislausar.
- 1. desember - Kalda stríðið: Suðurskautssáttmálinn. Tólf lönd sömdu um að banna herstöðvar og hafa vísindastöðvar á Suðurskautslandinu.
- Nælonsokkabuxur voru fyrst seldar.
- Fatah var stofnuð sem stjórnmálahreyfing í Palestínu.
- E.T.A., aðskilnaðarhreyfing Baska var stofnuð á Spáni og Frakklandi.
Fædd
- 19. júní - Christian Wulff, þýskur stjórnmálamaður og 10. forseti Þýskalands.
- 8. júlí - Tom Egeland, norskur rithöfundur.
- 3. ágúst - Koichi Tanaka, japanskur nóbelsverðlaunahafi í efnafræði.
Dáin
- 1959 - Cayetano Saporiti, úrúgvæskur knattspyrnumarkvörður (f. 1887).