Fara í innihald

Kristín Jónsdóttir (listmálari)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristín Jónsdóttir og Anita Joachim, 1934

Kristín Jónsdóttir (f. 25. janúar 1888 d. 24. ágúst 1959) var íslenskur listmálari. Hún fæddist í Arnarnesi við Eyjafjörð. Kristín stundaði nám við kvennaskóla og húsmæðraskóla á Íslandi og myndlistarnám í Tegne- og Kunstindustriskolen for Kvinder og nám við við Konunglegu Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1911-16. Kristín er þekktust fyrir kyrralífsmyndir af blómum og ávöxtum en hún málaði einnig myndir af konum við dagleg störf.

Kristín giftist 17. maí 1917 Valtý Stefánssyni ritstjóra Morgunblaðsins. Dætur þeirra eru Helga Valtýsdóttir leikkkona og Hulda Valtýsdóttir blaðamaður og borgarfulltrúi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]