MS Hans Hedtoft

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

MS Hans Hedtoft var danskt skip sem rakst á borgarísjaka og sökk 30. janúar 1959 en þá var skipið nýsmíðað og var í jómfrúrferð á leið frá vesturströnd Grænlands. Með skipinu fórust 95 manns. Ekkert hefur fundist af skipinu nema einn björgunarhringur sem fannst við Ísland níu mánuðum seinna. Í skipinu voru kirkjubækur úr öllum sóknum Grænlands sem hafði verið safnað saman til að koma í skjalasafn í Kaupmannahöfn. Hörð gagnrýni á Grænlandssiglingar að vetrarlagi blossaði upp í dönskum dagblöðum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]