Ferðaskrifstofan Sunna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ferðaskrifstofan Sunna var íslensk ferðaskrifstofa sem athafnamaðurinn Guðni Þórðarson stofnaði árið 1959. Félagið var eitt það fyrsta sem bauð Íslendingum upp á sólarlandaferðir, einkum til Spánar, en áður hafði Útsýn félag Ingólfs Guðbrandssonar boðið upp á slíkar ferðir. Íslendingar tóku sólarlandaferðunum opnum örmum og flykktust í þúsundatali með Sunnu til Mallorca og Kanaríeyja.

Árið 1970 hóf Guðni rekstur sjálfstæðs flugfélags, Air Viking, í tengslum við ferðaskrifstofuna. Árið 1979 hætti Sunna rekstri.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Sigurveig Jónsdóttir & Helga Guðrún Johnson (2014). Það er kominn gestur: saga ferðaþjónustu á Íslandi. Samtök ferðaþjónustunnar. ISBN 978-9935-10-057-3.