Dagurinn þegar tónlistin dó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Minnisvarði um Buddy Holly á staðnum þar sem flugvélin hrapaði.

„Dagurinn þegar tónlistin dó“ (upprunalega The Day the Music Died) er það sem Don McLean kallaði 3. febrúar 1959 í laginu „American Pie“ árið 1971. Þann dag létust í flugslysi þrír af frumkvöðlum rokksins, Buddy Holly, Ritchie Valens og The Big Bopper, ásamt flugmanninum Roger Peterson, þegar eins hreyfils Beechcraft Bonanza-flugvél þeirra hrapaði á maísakur nokkrum mínútum eftir að hún tók á loft frá flugvellinum í Mason City í Iowa.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.