Nælon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nælonbönd

Nælon er heiti á flokki gerviefna sem almennt eru þekkt sem pólýamíð. Nælonið bjó bandaríski efnafræðingurinn Wallace Carothers fyrst til þann 28. febrúar 1935 á tilraunastofu DuPont. Nælon er hitadeigt, gljáandi efni sem er notað til að framleiða trefjar fyrir framleiðslu textílefna. Þekktasta birtingarmynd nælons eru nælonsokkarnir sem komu á markað árið 1940. Nælon er einnig notað við framleiðslu plastíhluta fyrir vélar, rennilása, ýmis plastáhöld og í trefjaplast.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.