Che Guevara

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ernesto „Che“ Guevara
Guerrillero Heroico, fræg ljósmynd af Che Guevara eftir Alberto Korda tekin árið 1960.
Fæddur
Ernesto Guevara

14. júní 1928[1]
Dáinn9. október 1967 (39 ára)
DánarorsökTekinn af lífi
MenntunHáskólinn í Búenos Aíres
StörfLæknir, hermaður
Þekktur fyrirByltingarmaður
MakiHilda Gadea (g. 1955; sk. 1959)
Aleida March (g. 1959)
Börn5
Undirskrift

Ernesto Guevara (14. júní 1928[2]9. október 1967), betur þekktur sem Che Guevara, var byltingasinnaður marxisti (kommúnisti) og einn af hershöfðingjum Fídels Castro.

Foreldrar hans voru Ernesto Guevara Lynch og kona hans, Celia de la Serna y Llosa og var hann elstur fimm barna þeirra. Hann fæddist í Rosario í Argentínu. Hann þjáðist af astma. Hann lærði læknisfræði við háskólann í Buenos Aires en tók sér frí til þess að ferðast með vini sínum, Alberto Granado, um Suður-Ameríku. Hvert sem hann fór varð hann vitni að fátækt og slæmri meðferð stjórnvalda á almenningi.[3][4] Hann skrifaði bók um ferðalag sitt sem nefndist Mótorhjóladagbækurnar sem fór beint á metsölulista New York Times. Síðar var gerð samnefnd kvikmynd eftir bókinni og hlaut fjölda verðlauna. Þegar Che sneri aftur til Buenos Aires lauk hann læknisfræðináminu og hélt til Mexikó þar sem hann kynntist Fidel Castro. Hann gerðist meðlimur í 26. júlí-byltingunni og hélt með Castro til Kúbu.[5] Eftir að Castro hafði náð völdum yfir allri Kúbu 1959 gerði hann Che að iðnaðar- og landbúnaðarráðherra og síðar að seðlabankastjóra. Honum fór fljótt að leiðast þetta líf og hélt til Bólivíu árið 1966. Þar myndaði hann lið skæruliða og ætlaði að bylta stjórn landsins eins og gert hafði verið á Kúbu. Það mistókst hinsvegar og bólivísk stjórnvöld náðu honum. Hann var skotinn þann 9. október 1967, 39 ára að aldri.[6]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Che Guevara“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt október 2012.
  • Anderson, Jon Lee (1997). Che Guevara : a revolutionary life (enska). New York: Grove Pr. ISBN 0802116000.
  • Beaubien, Jason (2009). „Cuba Marks 50 Years Since 'Triumphant Revolution'. NPR.
  • Ryan, Henry Butterfield (1998). The Fall of Che Guevara: A Story of Soldiers, Spies, and Diplomats. New York: Oxford University Press. ISBN 0195118790.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Che Guevara“. archive.nytimes.com.
  2. Anderson 1997, pp. 3, 769.
  3. On Revolutionary Medicine Speech by Che Guevara to the Cuban Militia on 19 August 1960.
  4. Anderson 1997, pp. 90-91.
  5. Beaubien, NPR Audio Report, 2009, 00:09–00:13.
  6. Ryan 1998, p. 4.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.