Fara í innihald

Wikipedia:Grein mánaðarins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Wikipedia:GM)
Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024


Flýtileið:
WP:GM

Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.

Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:

Eldgosin við Sundhnúksgíga er eldgosahrina sem hófst í desember 2023 við Sundhnúksgíga norðan Grindavíkur og austan Svartsengis. Goshrinan hófst eftir að kvikusöfnun hófst undir Svartsengi í lok október 2023 og stór kvikugangur myndaðist í nóvember. Nú hafa orðið sjö sprungugos á kvikuganginum þar sem hraunrennsli er mest fyrstu klukkustundirnar þegar gýs á langri sprungu en gosin hafa svo dregist saman á fáein gosop sem hafa sum verið virk í margar vikur. Sjöunda eldgos hrinunnar stendur nú yfir.

Eldgosahrinan og jarðhræringar í aðdraganda hennar eru á meðal stærstu náttúruhamfara sem gengið hafa yfir á Íslandi. Grindavíkurbær var rýmdur þegar kvikugangurinn myndaðist 10. nóvember 2023 og þar hefur orðið verulegt eignatjón á fasteignum og innviðum, aðallega vegna sprunguhreyfinga. Hraun frá eldgosunum hefur runnið yfir vegi og lagnir og ráðist hefur verið í gerð mikilla varnargarða til að verja bæði Grindavíkurbæ og Svartsengisvirkjun.

Tilnefningar fyrir greinar mánaðarins

[breyta frumkóða]

Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu Wikipediu fer fram á spjalli viðkomandi mánaðar; Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarnúmer og ÁÁÁÁ er árið). Þannig eru tilnefningar fyrir næsta mánuð á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/12, 2024. Engin mörk hafa verið sett á hversu langt fram í tímann hægt er að tilnefna greinar. Eina sem þarf að gera er að hefja viðkomandi spjallsíðu.