Wikipedia:Grein mánaðarins
2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024 · 2025
|
Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.
Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:
Neymar
Neymar er brasilískur knattspyrnumaður sem leikur stöðu sóknarmanns fyrir Santos FC og brasilíska landsliðið. Neymar hefur einnig spilað fyrir spænska liðið FC Barcelona, parísarliðið Paris Saint-Germain og sádi-arabíska liðið Al Hilal. Hann er þekktur fyrir að vera afkastamikill markaskorari og lipur knattreki. Hann er almennt talinn vera einn besti knattspyrnumaður heims og besti brasilíski leikmaður sinnar kynslóðar.
Þegar Neymar var nítján ára vann hann verðlaun sem besti suður-ameríski leikmaðurinn árið 2011, eftir að hafa lent í 3. sæti árið 2010. Neymar var tilnefndur til FIFA-gullknattarins, þar sem hann lenti í 10. sæti, og Puskás-verðlaunanna FIFA sem hann vann. Honum hefur verið líkt við samlanda sinn Pelé, brasilíska knattspyrnugoðsögn, en árið 2023 sló Neymar markamet Pelé fyrir landsliðið með 79 landsliðsmörk, tveimur meira en Pelé. Hann varð einnig dýrasti knattspyrnumaður allra tíma árið 2017 þegar Paris Saint-Germain keypti hann fyrir 222 milljónir evra.
Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu Wikipediu fer fram á spjalli viðkomandi mánaðar; Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarnúmer og ÁÁÁÁ er árið). Þannig eru tilnefningar fyrir næsta mánuð á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/07, 2025. Engin mörk hafa verið sett á hversu langt fram í tímann hægt er að tilnefna greinar. Eina sem þarf að gera er að hefja viðkomandi spjallsíðu.