Wikipediaspjall:Grein mánaðarins

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grein... vikunnar?[breyta frumkóða]

Er það út í hött að hafa frekar grein vikunnar en grein mánaðarins? Hef verið að hugsa um þetta eftir að ég sá að "Vissir þú að.." dálkurinn er uppfærður reglulega, hvort það sé nægur mannfjöldi til að viðhalda því veit ég ekki, en ef ég man rétt viðheldur danska síðan grein vikunnar (Ugens artikel) og líka sænska síðan. Hvað finnst ykkur? Væri kannski of erfitt að viðhalda þessu útaf því að okkur vantar fleiri úrvalsgreinar? :\ Kannski bara málið að hafa það samvinnu næsta mánaðar að skapa fleiri úrvalsgreinar. ;) Ciao. --Baldur Blöndal 01:13, 19 janúar 2007 (UTC)

Ég hef oft velt því fyrir mér afhverju er ekki grein vikunnar frekar. Þá kemst meiri hreyfing á hlutina...--Jabbi 01:18, 19 janúar 2007 (UTC)
Ég er nú sjálfur ekkert búinn að bæta við vissir þú... en mér sýnist þetta vera mjög nýtt fyrirbæri. Og þó það gangi vel núna þá gæti dregið úr því með því að leggja enn eitt verkefnið á hópinn. Ég get samt viðurkennt að eftir nokkrar vikur verð ég alltaf hálf leiður á sömu grein mánaðarins. Svo vikuleg skipti væru alveg fín. Ef mannskapurinn er nægur. --Steinninn 01:27, 19 janúar 2007 (UTC)
Það hefur alltaf verið langtímamarkmiðið í mínum huga að forsíðugreinin væri uppfærð oftar, ég er ekki viss um að sá tími sé kominn. Núna eru til 9 úrvalsgreinar sem aldrei hafa verið greinar mánaðarins, það er ekki nema rétt rúmlega tveggja mánaða forði og þá þarf að koma miklu meiri kraftur í sköpun nýrra úrvalsgreina en hefur verið hingað til ef þetta á ekki falla um sjálft sig. Hugsanlega væri líka hægt að leita í gæðagreinar. --Bjarki 01:37, 19 janúar 2007 (UTC)
Samála Bjarka, það væri frábært að geta haft grein vikunnar og við hljótum auðvitað að stefna að því sem langtímamarkmiði. En eins og staðan er í dag, þá væri það alls ekki skynsamlegt vegna þess að (a) það eru of fáar úrvalsgreinar sem hafa ekki verið á forsíðunni og (b) það eru samþykktar allt of fáar úrvalsgreinar í hverjum mánuði (oft ekki nein í marga mánuði) til þess að þetta geti virkað. Og allt stafar þetta af því að við erum bara of fá sem skrifum á Wikipediu. Auðvitað væri hægt að leyfa líka gæðagreinum að vera á forsíðunni og/eða leyfa eldri forsíðugreinum að koma aftur á forsíðuna (grein sem birtist fjórum sinnum hefur verið jafnlengi og grein sem fær að vera einu sinni en í heilan mánuð). Ef við gerðum það, þá hefðum við fleiri greinar til að halda okkur gangandi — gæðagreinarnar — og værum líka örugg með að vanta aldrei grein, því eldri forsíðugreinar mættu koma aftur á forsíðuna. Þetta myndi minka pressuna á okkur að framleiða úrvalsgreinar (og gæðagreinar) og gera þetta allt saman viðráðanlegra. En ég held samt að það sé betra að bíða með þetta þar til við eigum (a) fleiri úrvalsgreinar til að nota, (b) fleiri gæðagreinar til að nota eða sem hægt væri að breyta í úrvalsgreinar, (c) fleiri greinar almennt, sérstaklega langar greinar sem væri hægt að breyta tiltölulega fljótt fyrst í gæðagreinar og svo úrvalsgreinar, og (d) fleiri penna. --Cessator 02:08, 19 janúar 2007 (UTC)
Ég sé að mörgum finnst greinilega (eins og mér) að það sé leiðinlegt að horfa upp á sömu greinina í heilan mánuð. En eins og það kom líka fram þá höfum við einfaldlega of fáar gæða-/úrvalsgreinar og það er stungið upp á fáránlega fáum greinum per-mánuð. Þetta kemur aftur að hugmyndinni að hafa þetta sem samvinnu næsta mánaðar, eða bara að hver og einn setji sér það takmark að bæta við- og stinga upp á einni grein? Svona til að auka sumarforðann ;) --16:04, 19 janúar 2007 (UTC)

Tók eftir þessari umræðu og fór og taldi um það bil hversu margar gæða/úrvalsgreinar það eru í heild og með sirka hundrað (þið hljótið að hafa heildartöluna) væri hægt að hafa nýja grein sem grein vikunnar í næstum því tvö ár án þess að þurfa að endurnota einhverja. Þó að það hafi kannski ekki verið nóg fyrir fjórum árum, þá finnst mér að minnsta kosti að þetta sé nóg til þess að hægt sé að breyta þessu. -Ice-72 19. september 2011 kl. 18:42 (UTC)[svara]

Fjöldi greina sem hafa ekki verið grein mánaðarins áður

  • Gæðagreinar 19
  • Gæðalistar 4
  • Úrvalsgreinar 0

Heildarfjöldi gæðalista, úrvalsgreina og gæðagreina: 94

Aukning síðan 1. maí 2010:

  • Gæðagreinar: 7
  • Úvalsgreinar: 1

--Snaevar 19. september 2011 kl. 19:40 (UTC)[svara]