Fara í innihald

Gullæðið í Kaliforníu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gullgrafari í Kaliforníu árið 1850

Gullæðið í Kaliforníu hófst 24. janúar 1848 þegar James W. Marshall fann gull við Sutter's Mill við American River í Coloma í Kaliforníu. Það var í hlíðum Sierra Nevada-fjalla. Alls fluttust 300.000 manns til Kaliforníu vegna gullæðisins næstu ár, San Francisco breyttist úr litlu þorpi í borg og Kalifornía varð sjálfstætt fylki 1850. Gullæðið hafði mikil neikvæð áhrif á indíána sem urðu fyrir árásum gullgrafara auk þess sem gullvinnslan í ánum eyðilagði vistkerfi veiðisvæða. Talið er að 4500 indíánar hafi verið myrtir milli 1848 og 1868 og þeim fækkaði úr 150.000 árið 1845 í 30.000 árið 1870. Einnig hnepptu gullgrafarar og námufyrirtæki fjölda indíána í þrældóm.

Árið 1855 var mest af því gulli sem auðvelt var að vinna búið og einungis eftir námafyrirtæki með sérhæfðan búnað til að vinna gull.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.