Gullæðið í Kaliforníu
Gullæðið í Kaliforníu hófst 24. janúar 1848 þegar James W. Marshall fann gull við Sutter's Mill við American River í Coloma í Kaliforníu. Það var í hlíðum Sierra Nevada-fjalla. Alls fluttust 300.000 manns til Kaliforníu vegna gullæðisins næstu ár, San Francisco breyttist úr litlu þorpi í borg og Kalifornía varð sjálfstætt fylki 1850. Gullæðið hafði mikil neikvæð áhrif á indíána sem urðu fyrir árásum gullgrafara auk þess sem gullvinnslan í ánum eyðilagði vistkerfi veiðisvæða. Talið er að 4500 indíánar hafi verið myrtir milli 1848 og 1868 og þeim fækkaði úr 150.000 árið 1845 í 30.000 árið 1870. Einnig hnepptu gullgrafarar og námufyrirtæki fjölda indíána í þrældóm.
Árið 1855 var mest af því gulli sem auðvelt var að vinna búið og einungis eftir námafyrirtæki með sérhæfðan búnað til að vinna gull.