Fara í innihald

Jón Þórarinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Þórarinsson (13. september 191712. febrúar 2012) var íslenskt tónskáld og tónlistarkennari. Jón stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og hjá Paul Hindemith við Yale háskólann og sótti eitt sumarnámskeið við Julliardskólann. [1] Jón var yfirkennari 1947 til 1968 við Tónlistarskólann í Reykjavík, yfirmaður lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins frá 1968 til 1979, auk fjölmargra annara vekefna á sviði tónlistar. Jón hefur aðallega samið kammer- og söngverk, en meðal þekktra sönglaga eru Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á Hörpu. Jón samdi einnig hljómsveitar-/kórverkið Völuspá.

Jón vann í í mörg ár við að safna heimildum og skrifa um tónlistarsögu Íslands en Njáll Sigurðsson tók við þessari vinnu þegar heilsu hans fór hrakandi. Bókin Íslensk tónlistarsaga 1000-1800 var gefin út af Tónlistarsafni Íslands eftir andlát hans í 50 eintökum og rafrænt.[2]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Morgunblaðið 1947
  2. http://tonlistarsafn.is/sagan/islensk-tonlistarsaga-eftir-jon-thorarinsson/