11. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
11. nóvember er 315. dagur ársins (316. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 50 dagar eru eftir af árinu. Dagurinn er þjóðhátíðardagur Póllands.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1100 - Hinrik 1. Englandskonungur gekk að eiga Edit af Skotlandi.
- 1403 - Danskur og sænskur floti sigldi til Gotlands til að ná eynni undan þýsku riddurunum.
- 1404 - Innósentíus 7. varð páfi.
- 1417 - Otto di Colonna varð Marteinn 5. páfi.
- 1606 - Þrettán ára stríðinu milli Habsborgara og Ottómana lauk með friðarsamningnum í Zsitvatorok.
- 1675 - Gottfried Wilhelm von Leibniz notaði heildun í fyrsta sinn til að finna flatarmál svæðisins undir fallinu y=x.
- 1846 - Bein Reynistaðarbræðra, sem hurfu á Kili 1780, voru jarðsett á Reynistað. Þau höfðu fundist þá um sumarið.
- 1918 - Fyrri heimsstyrjöldinni lauk með því að Þjóðverjar lögðu niður vopn og var því fagnað víða um lönd, en í Reykjavík blöktu fánar í hálfa stöng vegna spönsku veikinnar.
- 1920 - Matthías Jochumsson var gerður að heiðursborgara Akureyrar og heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands, en hann varð 85 ára þennan dag.
- 1928 - Iðnskólinn í Hafnarfirði var stofnaður.
- 1943 - Leigubílastöðin Hreyfill var stofnuð.
- 1943 - Pétur Hoffmann Salómonsson sagði svo frá að hann hefði barist einn við bandaríska hermenn í Selsvör í Reykjavík og haft betur.
- 1945 - Framkvæmdir hófust við Vestmannaeyjaflugvöll.
- 1958 - Skipaflutningafyrirtækið Hafskip var stofnað.
- 1961 - Sparisjóður vélstjóra var stofnaður.
- 1962 - Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi leikritið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Leikritið var sýnt 205 sinnum og alltaf fyrir fullu húsi.
- 1965 - Ródesía lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Bretlandi og stofnun lýðveldis.
- 1970 - Rafiðnaðarsamband Íslands var stofnað.
- 1975 - Angóla fékk sjálfstæði frá Portúgal.
- 1978 - Maumoon Abdul Gayoom varð forseti Maldíveyja.
- 1983 - Heræfingin Able Archer 83 hófst á vegum NATO í Vestur-Evrópu.
- 1986 - Bandaríska tölvufyrirtækið Unisys varð til við sameiningu Sperry Rand og Burroughs.
- 1991 - Hljómsveitin Bless hélt sína síðustu tónleika.
- 1992 - Enska biskupakirkjan samþykkti að konur gætu orðið prestar.
- 1993 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Hundruð srílanskra hermanna létust í orrustunni um Pooneryn.
- 1994 - Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráðherra, sem hafði verið ásakaður um mistök í embætti, sagði af sér.
- 1997 - Olíuleiðsla gegnum Téténíu var opnuð á ný.
- 1997 - Mary McAleese var kjörin forseti Írlands.
- 1998 - Samtök ferðaþjónustunnar voru stofnuð á Íslandi.
- 1999 - 67 létust þegar fjölbýlishús hrundi í Foggia á Ítalíu.
- 2000 - Kaprunslysið: 152 skíða- og snjóbrettamenn létust þegar eldur kom upp í dráttarlest inni í göngum.
- 2001 - Kvikmyndin Mávahlátur var valin besta íslenska kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni.
- 2001 - Blaðamennirnir Pierre Billaud, Johanne Sutton og Volker Handloik létust í árás á bílalest sem þeir ferðuðust með í Afganistan.
- 2006 - Leikjatölvan PlayStation 3 var gefin út í Japan.
- 2007 - Rússneska olíuskipið Volganeft-139 brotnaði í tvennt í miklum stormi í Svartahafi og yfir 2000 tonn af olíu láku út.
- 2007 - Andie Sophia Fontaine, bandarískur innflytjandi, tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður Vinstri-grænna. Hún var fyrsti útlendingurinn sem tók sæti á Alþingi.
- 2010 - Fundur G-20 hófst í Seúl. Viðfangsefni fundarins voru viðbrögð við Alþjóðlegu fjármálakreppunni.
- 2011 - Fyrsta fullgerða útgáfa tölvuleiksins Minecraft kom út.
- 2011 - Giorgos Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, sagði af sér.
- 2018 - Í mörgum löndum var því fagnað að 100 ár voru liðin frá lokum Fyrri heimsstyrjaldar.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1050 - Hinrik 4. keisari (d. 1106).
- 1154 - Sancho 1., Portúgalskonungur (d. 1212).
- 1155 - Alfons 8., konungur Kastilíu (d. 1214).
- 1599 - María Eleónóra af Brandenborg, drottning Svíþjóðar, kona Gústafs 2. Adólfs.
- 1631 - Gísli Þorláksson, Hólabiskup (d. 1684).
- 1675 - Samuel Clarke, enskur heimspekingur (d. 1729).
- 1736 - Jón Skúlason, varalandfógeti (d. 1789).
- 1821 - Fjodor Dostojevskíj, rússneskur rithöfundur (d. 1881).
- 1830 - Brynjulf Bergslien, norskur myndhöggvari (d. 1898).
- 1831 - Daniel Willard Fiske, bandarískur ritstjóri og fræðimaður (d. 1904).
- 1835 - Matthías Jochumsson, prestur og skáld (d. 1920).
- 1863 - Paul Signac, franskur listmálari (d. 1935).
- 1864 - Alfred Hermann Fried, austurrískur blaðamaður (d. 1921).
- 1869 - Viktor Emmanúel 3., konungur Ítalíu (d. 1947).
- 1882 - Gústaf 6. Adólf, Svíakonungur (d. 1973).
- 1918 - Stubby Kaye, bandarískur leikari (d. 1997).
- 1922 - Kurt Vonnegut, bandarískur rithöfundur (d. 2007).
- 1925 - Jonathan Winters, bandarískur gamanleikari (d. 2013).
- 1926 - Torfi Bryngeirsson, frjálsíþróttakappi og Evrópumeistari í langstökki (d. 1995).
- 1928 - Jón Ásgeirsson, íslenskt tónskáld.
- 1929 - Pálmi Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1941 - Jorge Solari, argentínskur knattspyrnumaður.
- 1945 - Daniel Ortega, forseti Níkaragva.
- 1948 - René Harris, nárúskur stjórnmálamaður (d. 2008).
- 1961 - Lilja Mósesdóttir, íslenskur hagfræðingur.
- 1962 - Demi Moore, bandarísk leikkona.
- 1966 - Benedikta Boccoli, ítölsk leikkona.
- 1974 - Leonardo DiCaprio, bandarískur leikari.
- 1974 - Samúel J. Samúelsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1977 - Höskuldur Ólafsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1983 - Philipp Lahm, þýskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Greta Salóme Stefánsdóttir, íslensk tónlistarkona.
- 1987 - Jake Abel, bandarískur leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1189 - Vilhjálmur 2. Sikileyjarkonungur (f. 1153).
- 1285 - Pétur 3., konungur Aragóníu (f. 1239).
- 1638 - Cornelis Corneliszoon frá Haarlem, hollenskur listmálari (f. 1562).
- 1686 - Loðvík 2. Condé, franskur hershöfðingi (f. 1621).
- 1812 - Ólafur Stephensen stiftamtmaður (f. 1731).
- 1855 - Søren Kierkegaard, danskur heimspekingur (f. 1813).
- 1917 - Liliuokalani, Hawaiidrottning (f. 1838).
- 2004 - Yasser Arafat, leiðtogi PLO (f. 1929).