Sparisjóður vélstjóra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sparisjóður vélstjóra er sparisjóður sem starfaði á Íslandi frá 1961. Sparisjóðurinn sameinaðist Sparisjóði Hafnarfjarðar og hefur starfað sem Byr sparisjóður frá mars 2007.

Sparisjóður vélstjóra var stofnaður 11. nóvember 1961. Hann var fyrst til húsa að Bárugötu 11 en flutti árið 1971 í Hátún 4a og síðan 4. nóvember 1977 í eigið húsnæði að Borgartúni 18. Sparisjóður vélstjóra opnaði útibú að Síðumúla 1 og síðar var afgreiðsla flutt í Rofabæ 39. Í apríl 2002 var afgreiðslan flutt og stofnað nýtt útibú í Hraunbæ 119 og í desember 2002 var opnuð ný afgreiðsla í Orkuveituhúsinu við Bæjarháls 1.