Samúel J. Samúelsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samúel J. Samúelsson (fæddur 1974) er íslenskur básúnuleikari og útsetjari sem er best þekktur fyrir að spila og syngja með fönkhljómsveitinni Jagúar. Hann lauk burtfararprófi í básúnuleik frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2000, og hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum, bæði sem basúnuleikari og útsetjari. Fyrsta sólóplata hans, Legoland, var upptaka af burtfarartónleikum hans og innihélt frumsamda stórsveitartónlist.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.