Scoresbysund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi grein fjallar um fjörðin. Fjallað er um samnefnt þorp á greininni Ittoqqortoormiit.
Við Scoresbysund.
Kort frá 19. öld af firðinum.

Scoresbysund (eða Öllumlengri[1]) er lengsti fjörður í heimi, nær 350 km inn í austurströnd Grænlands. Við fjörðinn er bærinn Ittoqqortoormiit (sem nefnist Scoresbysund á dönsku). Fjörðurinn er að stærstum hluta í sveitarfélaginu Sermersooq, en lítill hluti hans er innan Þjóðgarðs Grænlands. Margar eyjar eru á firðinum og er sú stærsta Milne Land.

Scoresbysund er nefnt eftir skoska hvalveiðimanninum William Scoresby sem fyrstur Evrópumanna rannsakaði svæðið og gerði uppdrátt af því 1822.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.