Snæhéri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Snæhéri
Mountain Hare Scotland.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hérungar (Lagomorpha)
Ætt: Héraætt (Leporidae)
Ættkvísl: Lepus
Tegund:
L. timidus

Tvínefni
Lepus timidus
Linnaeus, 1758

Snæhéri (fræðiheiti: Lepus timidus) er spendýr af ættbálki héradýra. Hann lifir í köldum löndum og skiptir lit eftir árstíðum. Snæhérinn er stærsta nagdýr Norðurlanda, en hann er álíka stór og köttur. Hann er fremur grannvaxinn og samsvarar sér vel.

Á Íslandi eru engir snæhérar en þá er hvortveggja að finna í Færeyjum og á Grænlandi. Snæhérar voru fluttir frá Noregi til Færeyja árið 1855. Sex árum seinna, eða árið 1861, voru fluttir snæhérar frá Færeyjum til Íslands og þeim komið fyrir úti í Viðey. Virtust þeir dafna vel en þóttu harðleiknir við æðarvarpið og var lógað. Síðan þá hafa ekki verið snæhérar á Íslandi, en þrátt fyrir það er bannað samkvæmt íslenskum lögum að skjóta snæhéra.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.