Þjóðgarður Grænlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Þjóðgarður Grænlands

Þjóðgarður Grænlands, á grænlensku Nunap Eqqissisimatitap og dönsku Grønlands Nationalpark nær yfir allt norðaustur Grænland norðan við Ittoqqortoormiit, Scoresbysund. Garðurinn nær frá Knud Rasmussens-land í norðri til Mestersvig suðaustri. Þetta er stærsti þjóðgarður í heimi og er að flatarmáli 970000 km² og strandlengjan er um 16000 km og innan hans er fyrir utan jökulhelluna nyrstu landsvæði í heimi þar sem búið hefur verið. Nú búa engir þar að staðaldri en þar hafur heimskautafólk búið í þúsundir ára þó oft hafi verið aldir sem landið var óbyggt.

Mannlíf[breyta | breyta frumkóða]

Um 30 manns hafast við að staðaldri í þjóðgarðinum og hafa þeir um 110 hunda: [1]

  • Daneborg (12), aðalstöð Sirius-sveitarinnar, þjóðgarðsverðir og hluti af sjóher Dana.
  • Danmarkshavn (8), veðurathugunarstöð
  • Station Nord (5), herstöð útibú Sirius-sveitarinnar
  • Mestersvig (2), herstöð útibú Sirius-sveitarinnar

Lífríki[breyta | breyta frumkóða]

Gróðurmælingar við Zackenberg

Áætlað er að milli 5000 til 15000 sauðnaut hafist við á strandsvæðunum í þjóðgarðinum auk fjölda ísbjarna og rostunga. Önnur spendýr eru meðal annars heimskautarefir, hreysikettir, læmingjar og heimskautahérar. Hreindýr mynduðu eigin undirtegund á norðaustur Grænlandi en þeim var útrýmt um aldamótin 1900. úlfum var útrýmt um 1934, en þeir hafa á síðustu árum aftur flutt inn á svæðið. Af sævarspendýrum innan þjóðgarðsins má nefna hringanóra, kampsel, vöðusel og blöðrusel auk náhvals og mjaldrar. Fuglategundir sem verpa á svæðinu eru fjölmargar meðal annars himbrimi, helsingi, heiðagæs, æðarfugl, æðarkóngur, fálki, snæugla, sanderla, rjúpa og hrafn.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]