Fara í innihald

Fönfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Borgarísjaki við Danmerkurey í Fönfirði.

Fönfjörður (grænlenska: Ujuaakajiip Kangertiva; danska: Fønfjord) er 80 km langur og 6 km breiður fjörður sunnan við Milne-land og austan við Danmerkurey í Scoresby-sundi á Austur-Grænlandi. Skaginn Gæsaland liggur sunnan við fjörðinn og skilur hann frá Gæsafirði. Vestast snýr fjörðurinn í norður og nefnist þá Rauðifjörður. Í Fönfirði eru oft borgarísjakar sem hafa brotnað af Rólega jökli í Rauðafirði.

Fyrstur til að kortleggja og nefna fjörðinn var Carl Ryder í Hekluleiðangrinum 1891. Nafnið er dregið af þýska orðinu yfir hnúkaþey, foehn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.