Hematít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hematít

Hematít (járnglans) er járnoxíð og inniheldur ekki vatn.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Stórkristallað, stálgrátt eða svartleitt. Smákristallað, rautt eða rauðbrúnt. Segulmagnast við upphitun, rauðu millilögin næst hrauninu sterk af segulmögnun.

  • Efnasamsetning: Fe2O3
  • Kristalgerð: trígónal
  • Harka: 5-6
  • Eðlisþyngd: 5,3
  • Kleyfni: engin

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Myndast við oxun á magnetíti í storkubergi eða útfelling við hveri og þar sem gosgufur renna um. Aðalmálmgrýtið sem unnið úr erlendis.

Afbrigði: Rauðjárnsteinn, nafn á smákornótta hematítafbrigðinu, einkennir rauðu millilögin.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2