Gæsafjörður
Útlit
Gæsafjörður (grænlenska: Nertivit Kangersivat) er um 70 km langur og 15 km breiður fjörður sem gengur í vestur úr Scoresby-sundi, sunnan við Gæsaland. Scoresby-sund klofnar við Gæsaland í Gæsafjörð, sem liggur í vestsuðvestur, og Fönfjörð sem liggur í vestur. Carl Ryder nefndi Gæsafjörð árið 1891/2 eftir gæsum sem þar voru.
Við suðurströnd Gæsafjarðar eru brött basaltfjöll. Margir skriðjöklar renna í Gæsafjörð úr Geikie-jökli sem er sunnan við hann. Meðal þeirra eru Magga Dan-jökull og Kista Dan-jökull (báðir nefndir eftir rannsóknarskipum), Suðurjökull og Gæsajökull.